30. nóvember 2022
Orlofshús á Suðureyri í boði fyrir félagsfólk í Sameyki
Hjallavegur 3 á Suðureyri við Súgandafjörð.
Sameyki býður nú félagsfólki sínu nýjan orlofskost á Suðureyri við Súgandafjörð. Um er að ræða 110fm íbúð á annarri hæð í tvíbýlishúsi á Hjallavegi 3 og er íbúðin með svefnplássi fyrir allt að sex manns. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, tvö með einbreiðum rúmum og eitt með tvíbreiðu rúmi ásamt ungbarnarúmi. Sængur og koddar eru fyrir sex manns.
Opnað verður fyrir útleigu á morgun 1. desember.
Hægt er að skoða Hjallaveg 3 á Orlofshúsvef Sameykis