Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. desember 2022

Íslenskukennsla að loknum löngum vinnudegi ekki vænleg til árangurs

Eiríkur Rögnvaldsson segi að stórátak þurfti til í að kenna þeim sem hingað koma tungumálið ef íslenskan á að halda stöðu sinni.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni segir í Tímariti Sameykis að eigi íslenska að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins þurfi að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma tungumálið. Samfélagið allt þurfi að leggjast á eitt við svo það megi takast – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er nefnilega allra hagur, segir Eiríkur.

Eiríkur vakti athygli á í greininni að hafi hann slegið fram þeirri hugmynd í haust að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.

„Þessi hugmynd olli nokkru fjaðrafoki og var misjafnlega tekið – formaður Eflingar og fleiri verkalýðsleiðtogar töldu hana fráleita en Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og fleiri fögnuðu henni. Vitanlega má deila um aðferðina en ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða var haldið fram í umræðunni, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendi svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst.“

Eiríkur segist halda að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs.

„Grundvallaratriði er að kennslan fari fram á vinnutíma og helst á vinnustað –það eykur líkur á að kennslan höfði til fólksins og verði þar með árangursrík.“

Lesta má grein Eiríks hér.