9. desember 2022
Styrktarsjóðir sameinast og nýjar reglur taka gildi
Félagsfólk Sameykis hefur átt aðild að tveimur sjúkrasjóðum frá árinu 2019 þegar StRv og SFR sameinuðust í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu. Um næstu áramót verða hóparnir sameinaðir í einum sjóði, Styrktar- og sjúkrasjóði Sameykis. Réttindi félagsfólks færast þannig í sameinaðan sjóð þar sem sérstaklega verður hugað að réttindum og stigin skref til einföldunar á afgreiðslu styrkja.
Stærsta breytingin verður að styrkir verða ekki lengur á almanaksári heldur á 12 mánaða tímabili. Nýjar úthlutunarreglur má sjá á vef Sameykis, en breytingarnar taka gildi um áramót. Félagsfólk í Sameyki getur sótt um sjúkradagpeninga og styrki vegna heilsueflingar í sameinaðan Styrktar- og sjúkrasjóð Sameykis frá og með næstu áramótum.
Nýjar úthlutunarreglur má nálgast hér að neðan, en breytingar taka gildi um áramót: