22. desember 2022
Orlofsíbúð á Spáni um Páska

Sameyki hefur opnað fyrir umsóknir orlofsíbúðar á Spáni. Um er að ræða hús í Quesada og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi við ströndina Los Arenales del Sol. Húsið og íbúðirnar eru vel útbúin og í þeim er m.a. þvottavél og loftkæling. Íbúðahúsið er við ströndina og er aðgengi að sameiginlegum sundlaugagarði. Einnig eru þar leiktæki fyrir börn og fullorðna ásamt tennisvelli.
Páskarnir hafa verið vinsæll tími til útleigu orlofsíbúðar á Spáni hjá félögum í Sameyki og því verður tímabilinu í kring um páskana skipt upp í tvennt frá 31. mars – 7. apríl og 7. – 14. apríl 2023.
Sótt er um á Orlofshúsavef Sameykis og lýkur umsóknarfresti 23. janúar 2023.
Úthlutun fer fram 24. janúar 2023.
Verð hvors tímbils fyrir íbúð er kr. 55.000.-