27. desember 2022
Launaseðlar starfsfólks Reykjavíkurborgar hætta að birtast í netbanka
Ráðhús Reykjavíkur.
Launaskrifstofa Reykjavíkurborgar vekur athygli á breytingum á útsendum launaseðlum starfsfólks Reykjavíkurborgar en birting launaseðla starfsfólk í netbanka mun hætta á nýju ári 2023. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þessi tillaga sé liður í aðgerðaráætlun um umbætur og hagræðingu vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023.
Þessi breyting tekur gildi frá og með útborgun launa 1. janúar 2023 og hefur tilkynning þess efnis verið birt á launaseðlum starfsfólks í útborgunum launa þann 1. nóvember sl., 1. desember sl. og verður birt áfram á launaseðli starfsfólks 31. desember nk.
Frá og með útborgun launa 1. janúar 2023 munu launaseðlar starfsfólks eingöngu vera útsendir og birtir í pósthólfi viðkomandi á Mínum síðum á upplýsinga- og þjónustuvef opinberra aðila, sjá hér.