Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. janúar 2023

Orlofsíbúðir Sameykis á Spáni í nágrenni Alicante

Hægt er að skoða laus tímabil og sækja um úthlutun fyrir Alicante á Orlofshúsavef Sameykis.

Sameyki hefur opnað fyrir umsóknir orlofsíbúða á Spáni. Um er að ræða þrjár orlofsíbúðir til útleigu fyrir félagsfólk í nágrenni Alicante. Um er að ræða raðhús í Quesada og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi við ströndina Los Arenales del Sol. Húsið og íbúðirnar eru vel útbúin og í þeim er m.a. þvottavél og loftkæling. Íbúðahúsið er við ströndina og er aðgengi að sameiginlegum sundlaugagarði. Einnig eru þar leiktæki fyrir börn og fullorðna ásamt tennisvelli. Nánari upplýsingar um íbúðirnar í Los Arenales del Sol og húsið í Quesada, ásamt lausum tímabilum fram að páskum og eftir páska, má sjá á Orlofshúsavef Sameykis.

Páskaúthlutun
Páskarnir eru vinsæll tími til orlofsdvalar á Spáni og því verður tímabilinu í kringum páskana skipt í tvennt frá 31. mars – 7. apríl og 7. – 14. apríl 2023.

Tekið er við umsóknum á Orlofshúsavef Sameykis og lýkur umsóknarfresti 23. janúar nk.

Úthlutun fer fram 24. janúar 2023.

Verð hvors tímbils fyrir íbúð um páskana er kr. 57.000.-