23. janúar 2023
Páskatímabil innanlands og sumarið á Spáni 2023
Opnað verður fyrir umsóknir um páska innanlands 26. janúar og fyrir sumarið á Spáni 25. janúar á Orlofshúsavef Sameykis.
Opnað verður fyrir umsóknir um páska innanlands 26. janúar og fyrir sumarið á Spáni 25. janúar á Orlofshúsavef Sameykis.
Páskar innanlands
Vegna páskana innanlands er umsóknartímabilið frá 26. janúar - 20. febrúar 2023. Hægt er að fylla út umsóknir um orlofshús á Orlofshúsavefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 24. febrúar eftir punktakerfi. Umsóknartímabil er 26. janúar - 20. febrúar 2023 og hægt er að fylla út umsóknir á orlofsvefnum á þessu tímabili.
Upplýsingar um leigutímabilin koma fram þegar verið er að sækja um.
Sumar á Spáni
Umsóknartímabil á Spáni í sumar er 25. janúar - 15. febrúar 2023 og hægt er að fylla út umsóknir á Orlofshúsavef Sameykis á þessu tímabili. Úthlutað verður 18. febrúar eftir punktakerfi. Greiðslufrestur er til og með 28. febrúar 2023. Eftir það opnast bókunarvefurinn fyrir félagsfólk sem fékk neitun til og með 7. mars.
Að því loknu, 10. mars, er opið fyrir allt félagsfólk til að bóka það sem er enn laust yfir sumarið á Spáni.