31. janúar 2023
Komdu á skemmtileg námskeið með Gott að vita
Sameyki í samstarfi við Framvegis halda námskeið fyrir sitt félagsfólk nú í vor. Félagið býður upp á námskeiðin fyrir félagsfólk sitt þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri á mismunandi tímum svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í dag kl. 17:00. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvern viðburð er oftast 12, en það er þó mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.
Hægt er að skoða framboðið af námskeiðum á vefsíðu Framvegis og hægt er að skrá sig þar.
Meðal námskeiða eru:
Súrdeigsbrauð
Lærðu að prónapeysu frá hálsmáli
Acril pouring
Kransakökunámskeið
Hvernig kolefnisjafna ég mig?
Brauðtertuskreytingar
Förðun og umhirða húðar
Fluguhnýtingarnámskeið
Rósir – ræktun og umhirða
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin en skráning er á vef Framvegis.