8. febrúar 2023
Leiðir að kolefnisjöfnun
Fyrirlesturinn fjallar m.a. um kosti og veikleika aðferða til kolefnisjöfnunar.
Gott að vita stendur fyrir mjög áhugaverðum fyrirlestri með Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi sem ber heitið „Hvernig kolefnisjafna ég mig?“. Segir hann frá með léttum og skemmtilegum hætti hvaða leiðir séu best til þess fallnar að jafna kolefnisspor okkar mannanna.
Þá fjallar hann um helstu kosti og veikleika þeirra aðferða til kolefnisjöfnunar sem almenningi stendur til boða og reynir að komast að niðurstöðu um það hvaða leiðir séu bestar til þess fallnar. Þetta er upplýsandi og fróðlegt erindi sem gott er að vita.
Frítt er á fyrirlesturinn fyrir félagsfólk í Sameyki sem verður á dagskrá hjá Gott að vita 28. febrúar n.k.
SKRÁÐU ÞIG HÉR Á FYRIRLESTURINN