Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. febrúar 2023

Róbert Marshall leiðir fólk að lífstílsbreytingu í fróðlegum fyrirlestri

Róbert Marshall fjallaleiðsögumaður og útiþjálfari fjallar um jafnvægi, valdeflingu og lífsfyllingu í gegnum hreyfingu og útivist í skemmtilegum fyrirlestri hjá Gott að vita. Hann segir frá eigin reynslu hvernig hreyfing og áskoranir í útivist hafa aukið með honum lífshamingjuna. Fyrirlesturinn kallast „Siturðu inni þegar öll von er úti?“ og er áhugaverður fyrirlestur um hvernig sé hægt að gera lífstílsbreytingu sem stuðlar að betri líðan og meira jafnvægi í lífinu.

Þá skýrir Róbert frá því hvernig er best að setja sér markmið að aukinni hreyfingu; undirbúning, útbúnað, fróðleik, skipulag göngu, göngu- og hreyfihópa, næringu og allt sem tilheyrir einfaldri hreyfingu í náttúrunni.

Frítt er á fyrirlesturinn fyrir félagsfólk í Sameyki með Róberti Marshall sem er á dagskrá hjá Gott að vita 22. febrúar.

 

SKRÁÐU ÞIG HÉR Á FYRIRLESTURINN