Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. febrúar 2023

Spuni og upplýsingaóreiða alvarleg meinsemd í lýðræðissamfélagi

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Ljósmynd/BIG

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, skrifar í Tímarit Sameykis um siðferði, fagmennsku og trúverðugleika. Hann segir mikilvægt að átta sig hve samofið siðferði er hversdagslegum athöfnum, jafnt í einkalífi, störfum og á opinberum vettvangi og gleymist oft þegar rætt er um siðferði, líkt og það feli einkum í sér háleitar kröfur sem séu utan og ofan við hið hversdagslega. Þá segir hann fagfólk má vera stolt af að starfa í almannaþjónustu og slíkir varðmenn veiti viðnám þeim öflum sem vinna gegn almannahagsmunum.

„Í nútímasamfélagi gegnir það að vissu leyti, ásamt eftirlitsstofnunum og fjölmiðlum, hlutverki verndaranna sem Platon gerir að umtalsefni í Ríkinu. Slíkir varðmenn veita viðnám þeim öflum sem vinna gegn almannahagsmunum, hvort heldur sem þau eru á vettvangi stjórnmála, fjármála eða menningar.“

Vilhjálmur varar við því að í samfélaginu er gegnsýrð viðleitni til að grafa undan trúverðurleika sem birtist m.a. í árásum á vandaða blaðamennsku sem veita valdhöfum aðhald.

„Nútímasamfélag er gegnsýrt af viðleitni til að grafa undan trúverðugleika og byggja upp traust á fölskum forsendum. Hið fyrra birtist til dæmis í árásum á vandaða blaðamennsku sem veitir aðhald bæði valdhöfum og valdamiklum aðilum í krafti fjármagns og eigna. Það kemur líka fram í margvíslegum tilraunum til að grafa undan vísindalegri þekkingu. Hið síðara birtist til dæmis í spuna og upplýsingaóreiðu. Þetta er alvarleg meinsemd í lýðræðissamfélagi því að hún kemur í veg fyrir að borgararnir geti myndað sér upplýstar skoðanir. Með því að leggja rækt við hinn siðferðilega þátt starfsins, getur fagfólk á öllum sviðum hamlað gegn þessum öflum. Það er borgaraleg skylda fagfólks að láta til sín taka á opinberum vettvangi þegar efni á þeirra fagsviði er rætt þannig að réttu máli sé hallað eða upplýsingum leynt.“

Greinin birtist í 1. tbl. Tímarits Sameykis 2023

Lesa má grein Vilhjálms hér.