Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. febrúar 2023

Skólarnir skoruðu hátt í Stofnun ársins

Kristján Ásmundsson, skólamneistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Gleði ríkti á hátíðinni Stofnun ársins í gær þegar veittar voru viðurkenningar þeim stofnunum og vinnustöðum hjá ríki, Reykjavíkurborg og sjálfseignarstofnunum. sem þykja standa sig best í mannauðsmálum. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Ingibjörg Sif Sigríðardóttir veittu forsvarsmönnum vinnustaðanna viðurkenningar fyrir góðar árangur í könnuninni. Una Torfadóttir skemmti gestum og Benni Hemm Hemm og Margrét Arnardóttir léku tónlist. Skólar landsins skoruðu hátt í könnuninni að þessu sinni en einnig leikskólararnir og frístundamiðstöðar.

Fríðstundamiðstöðin Tjörnin hefur verið sigurstrangleg í sínum flokki í könnuninni undanfarin ár og segir Guðrún Kaldal, forstöðukona miðstöðvarinnar að mikið sé lagt upp úr þeim þáttum mannauðsmála á vinnustaðnum sem könnunin snýst um. Í hópi stærstu starfsstaða eru fimm fyrirmyndarstarfsstaðir. Auk sigurvegara flokksins, Tjarnarinnar, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir, þar af eru þrjár frístundamiðstöðar. Þetta eru Frístundamiðstöðin Miðberg, Frístundamiðstöðin Brúin og Frístundamiðstöðin Kringlumýri. Frístundamiðstöðvarnar hafa margar vermt efstu sæti listans um árabil.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja var sigurvegari í hópi stórra ríkisstofnana þar sem starfsmenn eru 90 eða fleiri en skólinn var í þriðja sæti stórra stofnana í fyrra. Kristján Ásmundsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðunesja tók á móti viðurkenningunni fyrir efsta sætið í flokki stórra ríkisstofnana og sagði við það tilefni að hann væri mjög þakklátur og starf skólans væri fyrst og fremst góðu starfsfólki að þakka.


Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, Ingibjörg Sif Sigríðardóttir varformaður og Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum sem tók á móti viðurkenningunni.

Vínbúðin ÁTVR varð í öðru sæti stórra stofnana og fór upp um þrjú sæti frá síðasta ári þegar hún hafnaði í fimmta sæti. Í þriðja sæti var Fjölbrautaskólinn við Ármúla sem á síðasta ári var í því sjöunda, og Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafnaði í fjórða sæti í könnuninni en féll um tvö sæti frá síðustu könnun. Þá hafnaði Menntaskólinn í Hamrahlíð í fimmta sæti í könnunni og féll niður um eitt sæti frá því í síðustu könnun.

Sigurvegarri í flokki meðalstórra stofnana með 40-89 starfsmenn var Menntaskólinn á Egilsstöðum en hann sigraði í sínum flokki einnig í síðustu könnun. Í öðru sæti var Þjóðskrá, í þriðja sæti Náttúrufræðistofnunin, í fjórða sæti Ríkisendurskoðun og í fimmta sæti var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.


Þórir Haraldsson, forstjóri NLFÍ.

Í flokki minnstu stofnananna með 5-39 starfsmenn sigraði Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Menntaskólinn á Tröllaskaga varð í öðru sæti, Jafnréttisstofa sem sigraði á síðasta ári í þessum flokki varð nú í þriðja sæti varð Jafnréttisstofa. Geislavarnir ríkisins höfnuðu í fjórða sæti í ár og í fimmta sæti Kvikmyndasafn Íslands. Í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu sigraði Heilsustofnun NLFÍ.


Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.


Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins.

Frístundamiðstöðin Tjörnin sigraði enn á ný í flokknum borg og bær, stór starfsstaður. Hjá meðalstórum starfsstöðum sigraði Hitt húsið og Sambýli Viðarrima var efst hjá litlum vinnustöðum. Auk sigurvegara flokksins Fyrirmyndarvinnustaðir Stofnun ársins - borg og bær (starfssstaðir 25-49) sem er eins og áður sagði Hitt húsið, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir. Þar af eru tveir leikskólar, Leikskólinn Grænaborg og Leikskólinn Lyngheimar. Þá eru Vesturbæjarlaug og Virknimiðuð stoðþjónusta Gylfaflöt einnig á listanum Hástökkvari ársins í könnuninni var svo Menntaskólinn á Ísafirði.


Guðrún Kaldal, forstöðukona með starfsfólki Frístundamiðstöðvarinnar Tjörnin.


Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði sem er Hástökkvari ársins 2022.