Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. febrúar 2023

Ástríða lykill að framúrskarandi árangri

Sigríður Hulda Jónsdóttir hjá SHJ ráðgjöf. Ljósmynd/BIG

„Þegar við erum glöð og höfum starfsgleði búum við líka til jákvæða vinnustaðamenningu, erum sterkari í liðsheildinni og sýnum frumkvæði.“

Sigríður Hulda Jónsdóttir hjá SHJ ráðgjöf ræddi um tilgang starfs og færni starfsfólks á 21. öldinni í fyrirlestri sem hún hélt að nýliðnu málþingi um mannauðsmál hjá Sameyki. Sagði hún að störf þurfi að hafa tilgang og merkingu fyrir einstaklinginn og sérstaða hans í störfum færi viðkomandi ástríðu fyrir starfinu.

„Fjölmargar rannsóknir súna að sterk tengsl eru á milli lífsánægju og starfsánægju, lykilþættir í hvoru tveggja eru ákveðnir persónuleikaþættir sem einkenna fólk; lausnarmiðað hugarfar, jákvæðni, að vera opin(n) fyrir breytingum sem hluta af lífi og starfsumhverfi og átta sig á eigin framkomu og vera læs á umhverfi sitt. Þá er mikilvægur sá hæfileiki að geta tengst öðrum sem skapar bæði traust og vekur þá tilfinningu að skipta máli, bæði faglega og persónulega. Og þegar við erum glöð og höfum starfsgleði búum við líka til jákvæða vinnustaðamenningu, erum sterkari í liðsheildinni og sýnum frumkvæði.“

Sigríður Hulda segir að ástríða sé af hinu góða og hún næri ýmsa mikilvæga þætti sem skapa vellíðan og gefi kraft á vinnustaðnum.

„Þetta endurspeglast í mörgum atvinnuauglýsingum í dag, þar sem ein af kröfunum er að hafa „framúrskarandi samskiptahæfni, getu til að starfa sjálfstætt og að geta sýnt frumkvæði í starfi. Ef það er ekki ástríða til staðar þá eru þessir þættir ekki til staðar þó þeir búi í einstaklingnum,“ sagði Sigríður Hulda.


Sigríður Hulda á málþingi Sameykis.

„Að setja sér mörk og skoða rammann hvernig maður er að forgangsraða tíma sínum og orku, þeim drifkrafti hjá sjálfum sér og í starfi er árangursríkt. Þá þarf að skoða hvað það er sem nærir flug viðkomandi í starfi, hvort sem það er virk hlustun eða framúrskarandi árangur. Samkvæmt rannsóknum er samvinna er sá þáttur sem styður mjög við starfsánægju og ástríðu. Þá er gott að skoða það hvernig fólk tengist í störfum sínum á vinnustaðnum svo skapist gleði og ástríða – meira flug.“

Hún fjallaði um margt annað fróðleg sem hægt er að horfa á hér. Fyrirlestur Sigríðar Huldu hefst á 109 mínútu.