Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. febrúar 2023

Ungt fólk á vinnumarkaði í meirihluta þeirra sem veikjast andlega

rannsókninni kemur fram að ungt fólk á aldrinum 20-29 ára á vinnumarkaði finnur fyrir mjög slæmum andlegum veikindum, eða 45 prósen.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar um heilsu fólks og veikindi þess á vinnumarkaðnum. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest og vilja stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði eftir veikindi.

Í rannsókninni kemur fram að ungt fólk á aldrinum 20-29 ára á vinnumarkaði finnur fyrir mjög slæmum andlegum veikindum, eða 45 prósent, en þeir sem eldri eru og hafa verið lengur starfandi á vinnumarkaðnum. Helmingur þeirra sem svöruðu í könnuninni fóru að finna fyrir veikindum meira en ári áður en þeir fóru í veikindaleyfi. Langflestir sem fara í veikindaleyfi segjast finna fyrir andlegum veikindum og geðröskunum áður en til veikindaleyfis kom eru á aldrinum 20-29 ára. Svarendur í könnuninni sem eru í eldri hópunum finna síður fyrir andlegum veikindum og fara frekar í veikindaleyfi vegna stoðkerfisvanda.

Margir sem fara í veikindaleyfi leita sér að nýrri vinnu eftir að því líkur. Vísbendingar koma fram í rannsókninni að þeir sem fara í veikindaleyfi hafa verið sagt upp störfum fyrir eða eftir að veikindin komu fram. 

Berglind Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá VIRK, sem stýrir verkefni um kulnun hjá VIRK sagði í pallborðsumræðu að samhljómur væri í rannsókninni við þær tölur sem koma fram í verkefninu sem hún stýrir, en þó geta fleiri ástæður verið fyrir andlegum og líkamlegum veikindum en kulnun. Berglind var gestur Kastljóss í gær þar sem kulnun var til umræðu.

Frekari niðurstöður úr rannsókn VIRK er að vænta.