Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. mars 2023

Lúðrasveit verkalýðsins 70 ára

Lúðrasveit verkalýðsins.

Sú vaska lúðrasveit sem hefur leikið á baráttudegi launafólks 1. maí um langa hríð og ómað síðan frá árinu 1953 er Lúðrasveit verkalýðsins og heldur hún upp á stórafmælið sitt á morgun 8. mars.

Lúðrasveitin hefur alla tíð átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna, bæði fulltrúaráð hennar, heildarsamtök og ekki síst við einstök verkalýðsfélög. Að sama skapi er með sanni hægt að segja að ekki stæði starfsemi sveitarinnar í jafn miklum blóma og raun ber vitni nema fyrir einstakan stuðning og velvilja verkalýðshreyfingarinnar.

Sveitin hefur leikið við ýmis opinber tækifæri og í sögu hennar má segja að eitt erfiðasta verkefni hennar síðari ár hafi verið að leika sorgarmarsa við komu líkkistu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttir til landsins 1998 að beiðni forsætisráðuneytisins með tveggja daga fyrirvara. Engir íslenskir sorgarmarsar voru til í útsetningu fyrir lúðrasveit í landinu og var brugðið á það ráð að ræsa út tvo útsetjara að nóttu til sem kláruðu útsetningarnar fyrir tilsettan tíma og stóð fullmönnuð lúðrasveit á flugvellinum við komu flugvélarinnar og lék þar sorgarmarsa á meðan kistan var flutt frá borði flugvélarinnar í kalsaveðri.

Lúðrasveit verkalýðsins hefur staðið fyrir fjölmörgum tónleikum hér á landi og staðið fyrir tónleikum í útlöndum.

Lúðrasveitin samanstefndur af fríðum flokki kvenna og karla sem ætla að standa fyrir stórafmælistónleikum 26. mars næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu kl. 14:00.

Félagsfólk í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu óskar Lúðrasveit verkalýðsins til hamingju á stórafmælisdaginn.