23. mars 2023
Kjarasamningar Isavia og Fríhafnarinnar framlengdir til 2024
Sameyki stéttafélag í almannaþjónustu undirritaði í gær, miðvikudaginn 22. mars, framlengingu á kjarasamningum frá 2019 við Isavia og Fríhöfnina.
Sameyki stéttafélag í almannaþjónustu undirritaði í gær, miðvikudaginn 22. mars, framlengingu á kjarasamningum frá 2019 við Isavia og Fríhöfnina. Nýju samningarnir eru með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og fela því í sér afturvirkar greiðslur.
Samningarnir eru á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið á almenna markaðnum að undanförnu. Kynningafundir fara fram á Park hótel í Reykjanesbæ eru haldnir í dag kl. 10 og 18 fyrir Isavia og kl. 11 og 17 fyrir Fríhöfnina. Auk þess verður boðið upp á kynningafundi á Teams fyrir þá sem ekki komast í dag. Þeir fundir verða auglýstir sérstaklega fyrir félagsfólk.
Atkvæðagreiðslur um samningana tvo hefjast kl. 9 í fyrramálið og lýkur kl. 12 þriðjudaginn 28. mars. Samninginn er hægt að lesa á Mínum síðum undir Mín kjör. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Mínum síðum.