27. mars 2023
Samið við RARIK
Sameyki stéttafélag í almannaþjónustu undirritaði í dag, mánudaginn 27. mars, framlengingu og breytingar á kjarasamningi frá 2019 við RARIK ohf. Nýi samningurinn er með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og felur því í sér afturvirkar greiðslur.
Samningurinn er á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið á almenna markaðnum að undanförnu. Kynningafundur fer fram kl. 14 í dag á Teams og hafa viðkomandi félagsmenn fengið tölvupóst þess efnis.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 13 á morgun þriðjudaginn 28. mars og lýkur kl. 12 fimmtudaginn 30. mars. Samninginn verður hægt að lesa á Mínum síðum undir Mín kjör. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Mínum síðum.