28. mars 2023
Isavia og Fríhöfnin samþykktu kjarasamninga
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia lauk í dag. Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. nóv. 2022 – 31. jan. 2024. Fjöldi á kjörskrá voru 267 og greidd atkvæði voru 134 eða 50,19%. 82,84% sögðu já, 14,93% hafnaði samningi og 2,24% tók ekki afstöðu.
Á sama tíma fór fram atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Sameykis og Fríhafnarinnar sem er einnig með gildistíma frá 1. nóv. 2022 – 31. janúar 2024. Fjöldi á kjörskrá voru 136. Greidd atkvæði voru 89 eða 63,97%. 95,55% sagði já og 3,45 hafnaði samningnum.
Samningana tvo má sjá á vefsíðu Sameykis undir Kaup og kjör.