Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. mars 2023

Kjarasamningar við ríkið og Reykjavíkurborg framlengdir til 2024

Samninganefnd Sameykis við undirritun samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríki.

Rétt fyrir hádegi í dag skrifuðu samninganefndir Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, undir samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og við Reykjavíkurborg hins vegar, um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila. Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 þar sem aðal áherslan er lögð á launahækkanir og kjarabætur. Einnig fylgir samningunum verkáætlun um þætti eins og vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu, fræðslumál, slysatryggingar o.fl. Að auki fylgir samkomulaginu viðauki, þar sem fjallað er um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata.

Félagsfólk getur nálgast kjarasamninginn inni á Mínum síðum undir Mín kjör.

Rafrænir kynningarfundir verða haldnir og má sjá tímasetningar hér.

 

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, sagði að mikil áhersla væri lögð á að tryggja að samningur tæku við af samningi.

„Það var lögð á það mikil áhersla að tryggja að samningur tæki við af samningi og að félagsfólk okkar fengi launahækkanir strax í apríl sem kæmu til útborgunar þann 1. maí næstkomandi. Það er mikilvægt að okkar fólk fái til sín tiltæk vopn í baráttunni við verðbólguna. Fram undan eru kynningar meðal félagsfólks og atkvæðagreiðsla sem lýkur 14. apríl næstkomandi."

 

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Guðmundur Freyr Sveinsson deildaststjóri kjaradeildar hjá Sameyki í dag þar sem samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg var undirritað.