18. apríl 2023
Ný stjórn Lífeyrisdeildar
F.V. Hildur Gunnarsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Þórdís Richter, Guðrún Árnadóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir, Marías Sveinsson og Guðjón Magnússon.
Aðalfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn í dag. Ágætis fundarsókn var á fundinn sem haldinn var í félagamiðstöðinni á Grettisgötu 89 og aðalfundarstörf gengu hratt og vel fyrir sig. Þrír úr stjórn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni, Lilja Sörladóttir, Sigurjón Gunnarsson og Sigurður Helgason og er þeim þökkuð góð störf síðastliðin ár. Þau sem halda áfram eru Ingibjörg Óskarsdóttir formaður, Bryndís Þorsteinsdóttir, Guðjón Magnússon og Guðrún Árnadóttir.
Nýjir í stjórninni eru Hildur Gunnarsdóttir, Marías Sveinsson og Þórdís Richter og þau eru boðin velkomin í stjórn Lífeyrisdeildarinnar. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Sigurjón Gunnarsson voru kjörnir skoðunarmenn félagsreikninga. Eftir fundinn naut fundarfólk veitinga og samveru.