19. apríl 2023
Gleðilegt sumar!
Fjaðrárgil.
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og félagsfólk Sameykis fagnar sumrinu rétt eins og aðrir landsmenn. Sumardagurinn fyrsti er upphafsdagur Hörpu sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu og ber ætið upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19. til 25. apríl eða fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Á föstudaginn kemur opnar Orlofshúsavefur Sameykis fyrir bókanir orlofshúsa þar gildir „fyrir fyrstur kemur fyrstur fær“. Sautján orlofshús í dagleigu um allt land að bætast þá við á Orlofshúsavefinn. Mikilvægt er að benda á að bóka þarf orlofshús Sameykis í gegnum Orlofshúsavefinn. Sjá frétt hér.