19. apríl 2023
Opnað fyrir almennar umsóknir orlofshúsa
Opnað verður fyrir umsóknir dagleiguhúsa Sameykis 21. apríl.
Á föstudaginn 21. apríl opnar Orlofshúsavefur Sameykis fyrir bókanir orlofshúsa þar sem gildir „fyrir fyrstur kemur fyrstur fær“. Sautján orlofshús í dagleigu um allt land að bætast þá við á Orlofshúsavefinn. Um er að ræða bókarnir dagleiguhúsa og það sem út af stendur eftir fyrstu sumarúthlutun.
Mikilvægt er að benda á að bóka þarf orlofshús Sameykis í gegnum Orlofshúsavefinn með því að skrá sig inn á vefinn. Á Orlofshúsavef Sameykis eru nákvæmar upplýsingar um ferli bókunar orlofshúsa. Til að sækja um orlofshús er nauðsynlegt að skoða fyrst hvaða tímabil og orlofshús eru laus svo hægt sé að halda áfram umsóknarferlinu. Eftir að búið er að velja laust orlofshús og tímabil er haldið áfram í greiðsluferli. Þegar því er lokið birtist leigusamningurinn undir flipanum „Síðan mín“.