19. apríl 2023
Skrifað undir kjarasamning við Ás styrktarfélag
Samninganefnd Sameykis ásamt viðsemjendum.
Samkomulag um framlengingu og breytingu á kjarasamningi milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Áss styrktarfélags var undirritað upp úr kl. 14 í dag.
Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn á Teams mánudaginn 24. apríl kl. 10:00 og þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00. Um leið og fyrri kynningarfundurinn hefst verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 15 miðvikudaginn 26. apríl. Kosning fer fram með rafrænum hætti inn á Mínum síðum og þar mun félagsfólk einnig geta nálgast samninginn undir Mín kjör.
Tenglar á Teams fundina verða sendir í tölvupósti fyrir næstkomandi helgi á félagsfólk Sameykis hjá Ás styrktarfélagi.