Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. apríl 2023

Tilefni er til að sameina krafta verkalýðshreyfingar við stjórnmál

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus, sérfræðingi hjá Eflingu stéttarfélagi. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Í nýútkomnu Tímariti Sameykis er rætt er við Stefán Ólafsson, prófessor emeritus, sérfræðing hjá Eflingu stéttarfélagi, sem segir m.a. að stéttastjórnmál þurfi að komast í tísku á ný og þegar kemur að næsta kjarasamningi, þurfi verkalýðshreyfingin að fara fram saman og ná fram samstilltum krafti til að ná árangri. Stefán segist binda miklar vonir um að takist að brúa það bil sem til sundrungar kom innan verkalýðshreyfingarinnar fyrir næstu kjarasamninga.

Hann ræðir við okkur um verkalýðshreyfinguna fyrr og nú, nýfrjálshyggjustefnuna sem hreiðraði um sig eftir þjóðarsáttasamningana og toppaði sig með þeim afleiðingum að hér varð efnahagshrun. Hann segir að núverandi ríkisstjórn hafi svo tekið upp þráðinn á ný og stefna hennar nú sé eftir uppskrift nýfrjálshyggju hugmyndafræðinnar. Hann segir að engin alvöru úrræði séu lögð fram í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til þess að létta byrðar launafólks af verðbólgunni.

„Þegar kynntar voru hækkanir á barnabótum og húsnæðisbótum í fyrra náðu þær ekki einu sinni að verðbæta bæturnar frá því sem þær höfðu verið 2019 en voru samt kynntar sem kjarabót. Þetta eru ótrúlega léleg viðbrögð og algjört sinnuleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar.“

Stefán segir að hér á landi sé félagshyggja litin hornauga og með auknu auðræði kaupir efnafólks sér stjórnmálaáhrif og fái stjórnmálamenn til að móta stefnu sem gagnist þeim mest, sem aftur grefur undan lýðræðinu.

„Aukinn ójöfnuður í tekjum og eignum skilar sér í auknum pólitískum áhrifum. Með auknu auðræði kaupir efnafólk sér stjórnmálaáhrif og fær stjórnmálamenn til að móta stefnu sem gagnast þeim ríkustu mest. Þetta auðvitað grefur undan lýðræðinu og við sjáum út í heimi að einræði og einsflokkskerfi er í vexti. Hjá okkur hér á Íslandi er sundrung í stjórnmálaflokkum sem aðhyllast félagshyggju sem aftur býr til veikari vinstri pólitík. Á hinum Norðurlöndunum er algengast að vinstri stjórnmál fari með stjórn landsins og eru félagshyggjuflokkarnir þar langstærstir. Hér á landi er félagshyggja litin hornauga.“


Þá segir hann að sér finnsti tilefni til að sameina krafta verkalýðshreyfingarinnar við stjórnmálin og það sé mikilvægt að gera fyrir lýðræðið.

„Mér finnst heilmikil tilefni til að sameina þessa krafta, að verkalýðshreyfingin rækti sambandið við stjórnmál sem vilja setja málefni almennings, sérstaklega láglauna- og millitekjuhópanna, í forgang. Það er verulega mikilvægt fyrir lýðræðið og einnig svo að Ísland haldi ekki áfram að dragast aftur úr, heldur hafi eitthvað að segja um heilbrigði þjóðarlíkamans.“

Lesa má viðtalið við Stefán Ólafsson hér.