Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. maí 2023

Málþing um áhrif hagkerfis á loftslagið

Umhverfis- og loftslagsnefnd Sameykis boðar til málþings um áhrif hagkerfis á loftslagið 8. maí í Gullhömrum. Á málþinginu er fjallað um hvernig hagkerfið hefur áhrif á loftslagið. Einnig verður reynt að svara því hvernig hægt er að bregðast við þessari stöðu og hvert sé stóra samhengið. Skiptir breyttur hugsunarháttur og breytt hegðun einhverju máli? Er endalaus hagvöxtur raunhæfur?

Áhugavert málþing þar sem fræðafólk og áhugafólk flytur fróðleg erindi um loftslagsmál og hagkerfið og ræðir þau við gesti málþingsins.

Erindi flytja:
Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur
Hagvöxturinn og loftslagskrísan

Guðfinna Aðalgeirsdóttir prófessor í jarðeðlisfræði
Hamfarhlýnun af mannavöldum

Helga Ögmundardóttir dósent í mannfræði við HÍ
Að breyta hugsun og hegðun fólks í átt að umhverfis- og loftslagsvænu samfélagi

Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs
Ábyrgð, gagnsæi og samstaða

Íris Marelsdóttir leiðsögumaður
Virði náttúrunnar

Fundarstjóri: Pétur Ásbjörnsson

 

Skráðu þig á málþingið hér