Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. maí 2023

Kosning um frekari verkföll á Seltjarnarnesi og Akranesi

Fyrirhuguð verkföll verða á Akranesi og Seltjarnarnesi.

Á hádegi í dag, þriðjudaginn 16. maí hófst atkvæðagreiðsla um enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðir á Seltjarnarnesi og Akranesi vegna kjaradeilu Sameykis og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félagsfólki sem starfar hjá ofangreindum sveitarfélögum í tölvupósti en einnig er hægt að opna hana hér.

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks sveitarfélaga sem heyrir undir mismunandi kjarasamninga. Á mannamáli þýðir það að félagfólk í Sameyki eiga að fá að meðaltali 25% lægri launahækkun og verða af um 140.000 krónum sem aðrir hafa þegar fengið í launaumslagið. Um er að ræða fólk sem vinnur hlið við hlið, jafnvel í sömu starfsheitum innan sömu stofnana sveitarfélaganna, t.d innan leikskóla, grunnskóla, heimila fatlaðs fólks, íþróttamannvirkja og áhaldahúsa.

Greidd verða atkvæði um verkföll á ákveðnum vinnustöðum á Seltjarnanesi og Akranesi sem ætlað er að þrýsta á Samband íslenskra sveitarfélaga að verða við réttlátum kröfum starfsfólks sveitarfélaga um allt land.

Vinnustaðirnir sem um ræðir eru:
Akranes:
Stjórnsýslu- og fjármálasvið, Skipulags- og umhverfissvið.
Seltjarnarnesbær: Fjármálasvið, Fjölskyldusvið, Skipulags- og umhverfissvið, Þjónustu- og samskiptasvið.

Athugið að allt félagsfólk í Sameyki á Seltjarnanesi og Akranesi hefur atkvæðisrétt, hvort sem verkföll eru fyrirhuguð á þeirra vinnustað eða ekki. Við hvetjum því allt félagsfólk til að taka þátt í kosningunni svo að tryggja megi starfsfólki aðildarfélaga BSRB hjá sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir.

Þitt atkvæði skiptir máli!