Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. maí 2023

Kjarasamningur undirritaður við Klettabæ

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Silja Katrín Agnarsdóttir yfirlögfræðingur Klettabæjar, takast í hendur eftir undirritun kjarasamningsins. Við hlið Þórarins stendur Guðmundur Freyr Sveinsson, deildarstjóri kjaradeildar Sameykis. Við hlið Silju Katrínar standa þau Una Sjöfn Liljudóttir og Styrmir Jónasson Olsen trúnaðarmenn Sameykis í Klettabæ.

Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Klettabæjar var undirritað um kl. 11:30 í morgun.

Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn á Teams þriðjudaginn 23. maí kl. 13:00. Um leið verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 12:00 fimmtudaginn 25. maí. Kosning fer fram með rafrænum hætti inn á Mínum síðum og þar mun félagsfólk einnig geta nálgast samninginn undir Mín kjör.

Tenglar á Teams fundina verða sendir í tölvupósti í dag til félagsfólks í Sameyki sem starfar hjá Klettabæ ehf.