23. maí 2023
Ekki hægt að greiða mismunandi laun fyrir fólk í nákvæmlega sömu störfum
Sonja ýr Þorgbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var gestur Kastljóss í gær. Hún sagði körfur BSRB gagnvart Samband íslenskra sveitarfélag eru að leiðrétt verði mismunandi tímabil launa.
„Þú getur náttúrlega ekki verið að borga mismunandi laun til fólk sem er í nákvæmlega sömu störfum,“ sagði Sonja Ýr.
Ristjóri Kastljóss, Baldur Þór Bergsson, fullyrti að hægt væri að borga mismunandi laun til fólks eftir mismunandi kjarasamningum, það væru bara ólíkir kjarasamningar, án þess að geta í fullyrðingu sinni að í landinu gilda lög um jafnrétti. Sonja Ýr svaraði því að samkvæmt jafnréttislögum er óheimilt að greiða fólki mismunandi laun fyrir sömu störf.
„Við erum með jafnréttislög um jafna meðferð á vinnumarkaði, og þau fela í sér að atvinnurekendur bera þá ábyrgð að tryggja að það sé alltaf verið að borga jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, til þess einmitt að þessar aðstæður komi ekki upp. Til að fólk verði ekki fyrir svona misrétti í launum.“
Sonja Ýr sagði að það væri fjarstæðukennt að leggja þurfi niður störf til að mæta kröfum bandalagsins sem ekki séu háar þegar litið er á stóru myndina.
„Þetta er þríþætt krafa. Í fyrsta lagi að leiðrétt verði þetta mismunandi tímabil launa, sem er bara afmarkaður tími. Þetta gæti verið afturvirkni, þetta gæti verið 128 þúsund króna eingreiðsla, sem er meðaltal á þessum mismunandi launum. Við [BSRB] höfum áætlað að þessar 128 þúsund krónur séu 0,3 prósent af launakostnaði sveitarfélaga. Það er fjarstæðukennt að við þurfum að leggja niður störf til að knýja þetta fram, til að tryggja að fólk sem er á sömu vinnustöðum.“
Hægt er að horfa á viðtalið við Sonju Ýri hér.