13. júní 2023
Kynningarfundir og atkvæðagreiðsla
Kynningarfundir verða haldnir á Seltjarnarnesi og Akranesi á morgun.
Á morgun verða haldnir kynningarfundir á Seltjarnarnesi og Akranesi með félagsfólki í Sameyki um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 10. júní sl.
Akranes: Kynningarfundurinn á Akranesi verður haldinn í sal golfklúbbsins Leyni kl. 15:00 á morgun miðvikudag 14. júní.
Seltjarnarnes: Kynningarfundurinn á Seltjarnarnesi verður haldinn í hátíðarsal Gróttu kl. 17:00 á morgun miðvikudag 14. júní.
Kynning á kjarasamningi verður haldinn með Teams fjarfundarbúnaði kl. 9:00 fimmtudaginn 15. júní. Hlekkur á fundinn verður sendur með fréttabréfi til félagsfólks í dag.
Opnað verður fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn kl. 12:00 fimmtudaginn 15. júní og atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12:00 á mánudaginn 19. júní. Hægt er að nálgast nýja kjarasamninginn inni á Mínum síðum undir Mín kjör.