Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. júní 2023

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning hefst í dag

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, með félagsfólki á Akranesi í gær.

Opnað verður fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn kl. 12:00 í dag og lýkur kl. 12:00 á mánudaginn 19. júní. Hægt er að nálgast nýja kjarasamninginn inni á Mínum síðum undir Mín kjör.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, heimsótti félagsfólk á Seltjarnarnesi og Akranesi í gær til að kynna því kjarasamninginn sem undirritaður var 10. júní sl. Í morgun kl. 9:00 hófst svo kynning á kjarasamningnum fyrir félagsfólki í gegnum fjarfundarbúnað.


Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, með félagsfólki á Seltjarnarnesi í gær.

Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu þar um. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB.