Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. júní 2023

Vilja hunsa nauðgun í tilskipun um ofbeldi gegn konum

Tryggja þarf öryggi kvenna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Evrópuráðið vill fjarlægja refsiákvæði um nauðgun úr drögum í tilskipun í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi, nauðgun og áreitni gegn konum, bæði á vinnumarkaði og á heimilum.

Samtök evrópskra verkalýðsfélaga, ETUC, fordæma ákvörðun sumra aðildarríkja sem reyna fela viðhorf sín með fölskum rökum að engin grundvöllur sé fyrir refsiákvæðinu; að refsilög landanna sjálfra vegna nauðgunar og ofbeldis gegn konum verði látið gilda.

Tillögur evrópuráðsins taka heldur ekki á öryggi kvenna á vinnustöðum með því að:

1. Taka út skilgreininguna á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum úr lögunum og breyta ávæðunum sem teljast til kynferðislegrar áreitni á vinnustað „þegar hún telst refsivert samkvæmt landslögum“.

2. Að gefa verkalýðsfélögum ekkert hlutverk í að koma í veg fyrir og taka á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og að viðurkenna ekki heimilisofbeldi né netofbeldi á vinnustað sem vandamál.

3. Afnema hlutverk heilbrigðis- og öryggisfulltrúa og áhættumats í forvörnum gegn ofbeldi, sem var innifalið í upphaflegri tillögu framkvæmdastjórnarinnar.

Isabelle Schömann, aðstoðarframkvæmdastjóri ETUC, sagði vegna þessa: „Viðleitni ráðsins til að fjarlægja refsiákvæði nauðgunar úr tilskipun um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum eru átakanleg og senda algerlega röng skilaboð. Sum aðildarríkin eru að reyna að fela sig á bak við að lögin séu löndum þeirra of flókin og úrvinnsla erfið, en raunveruleikinn er einfaldlega sá að slík framganga fulltrúa þessara ríkja er bara þægileg afsökun fyrir skort á pólitískum vilja til að hafna ofbeldi gegn konum. Og það er einfaldlega skammarlegt.

Á sama tíma og allt að tveir þriðju hlutar kvenna á vinnumarkaði verða fyrir ofbeldi og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum er ákvörðun um að afnema allar ráðstafanir til að gera störf kvenna öruggari á vinnumarkaði algjörlega ábyrgðarlaus. Þessi tillaga sem unnið er nú gegn af sumum aðildarlöndum er hins vegar gott og framsækið tækifæri til að sameina reglur gegn hvers kyns ofbeldi gegn konum í metnaðarfulla tilskipun sem veitir konum hámarksvernd hvar sem þær starfa og lifa innan Evrópusambandsins.

Við skorum á fulltrúa Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar að berjast hart í þessum þríhliða viðræðum fyrir því að tilskipunin verði að veruleika óbreytt til að tryggja öryggi kvenna á vinnumarkaði.“