19. júní 2023
Sameyki óskar eftir starfsmanni í starf verkefnastjóra orlofsmála
Atvinnuauglýsing
Sameyki leitar að áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstaklingi í 100% starf við orlofstengd verkefni hjá félaginu. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf í teymi orlofsmála hjá Sameyki þar sem margþætt reynsla nýtist vel. Markmið starfsins er að tryggja að þjónustan við félagsfólk vegna orlofshúsa, íbúða og tilboða í orlofskerfi félagsins sé eins góð og mögulegt er.Í starfinu felst einnig að umsjón með fasteignum sem félagið á og leigir félagsfólki ásamt samskiptum við aðila sem koma að orlofstengdummálefnum hjá félaginu með einhverjum hætti.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta við félagsfólk vegna orlofstengdra verkefna, s.s. símsvörun og umsjón með rafrænu bókunarkerfi
Utanumhald tölfræði um nýtingu orlofseigna og vinna við gerð fjárhagsáætlunar
Umsjón með orlofseignum félagsins og greining viðhaldsþarfar
Samningagerð, s.s. við umsjónaraðila orlofseigna, birgja og verktaka
Menntunar- og hæfniskröfur
Hagnýt menntun sem nýtist í starfinu
Góð almenn tölvukunnátta
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Þekking á framkvæmdum og viðhaldi fasteigna er kostur
Með umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og hæfni viðkomandi til að gegna starfs verkefnastjóra orlofsmála rökstudd.
Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk.
Allar nánari upplýsingar veita Gunnsteinn R. Ómarsson, skrifstofustjóri Sameykis, á netfangið gunnsteinn@sameyki.is