Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. júní 2023

NTR ráðstefna: „Ísland fyrirmynd Norðurlandanna litið til þátttöku í stéttarfélögum“

Laust Høgedahl, vinnumarkaðsfræðingur við Álaborgarháskóla,.

Laust Høgedahl, vinnumarkaðsfræðingur við Álaborgarháskóla, flutti fyrirlestur um Norræna vinnumarkaðsmódelið og bar saman hvernig vinnumarkaðurinn virkar í Norrænu löndunum.  Hann sagði þjóðirnar eiga mikla möguleika á að læra hvort af öðru hvernig vinnumarkaðurinn gæti þróast áfram.

„Það hefur mikla kosti í för með sér að verkalýðsfélögin semja um laun á vinnumarkaði. Litið er til Norðurlandanna í Evrópu sem fyrirmynd hvernig samið er um laun og vinnuréttindi launafólks. Þessi fyrirmynd fellur ekki alls staðar í kramið. Við getum nefnt Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem dæmi. Hann sagði opinberlega að það væri vont að búa á Norðurlöndunum. Þar væri dýrt að lifa, sérstaklega ef maður á pallbíl. Svona getur matið á lífsgæði verið þröngt og misjafnt.

Norræni vinnumarkaðurinn og Norrænu löndin eiga ekki erfitt með aðlaga sig að breyttu efnahagslegu umhverfi, hvort sem um er að ræða áföll eins og heimsfaraldurinn sem reið yfir heimsbyggðina fyrir skömmu, stríð, kreppur o.fl. Átakstigið er einnig lágt á Norðurlöndunum. Í Frakklandi er efnt til uppþota þegar fólk verður óánægt, ólíkt því sem gerist í skandinavísku löndunum. Við reynum þess í stað að finna sameiginlega lausn á málum. Nú er spurt hvort norræna velferðarmódelið og vinnumarkaðslíkanið sé í krísu. Svarið við því er að vandinn skapast þegar launafólk er ekki í verkalýðsfélögum, þá verður til krísa, brestir í grunninnviðina. Samtalið milli launafólks og verkalýðsfélaga rofnar. Því miður eru margir á Norðurlöndunum ekki í verkalýðsfélögum. Þá hefur launafólk ekki fulltrúa fyrir það né nýtur vinnuréttinda. Það er grunnur að sterku samfélagi að launafólk sé í verkalýðsfélögum. Ef fólk er ekki í bandalagi stéttarfélaga þá lækka laun yfir heilu hópana og réttindi þeirra eru ekki til staðar. Það tapar gæðum sem vinnuréttindum fylgja. Þá eru hin svokölluðu gulu stéttarfélög vandamál. Þau eru hliðholl vinnuveitendum og eru 14 prósent af verkalýðsfélögum í Danmörku. Margir uppgötva að þau eru ekki raunveruleg verkalýðsfélög og launafólk snúa sér þá til hinna raunverulegu verkalýðsfélaga og ganga í þau.

Ísland er eina landið þar sem þátttaka í verkalýðsfélögum er mikil. Ísland er fyrirmyndarríki varðandi þátttöku launafólks í verkalýðsfélögum. Við þurfum að horfa til hvernig Ísland gerir þetta á meðan t.d. þátttaka í verkalýðsfélögum í Danmörku dalar, dregst saman. Og við þurfum að skoða þetta nánar hvernig og hvort við getum tekið upp þetta vinnumarkaðsmódel í Danmörku. Á Íslandi fylgja mikil réttindi að vera í stéttarfélögum sem ekki fyrirfinnst á Norðurlöndunum; ríkur veikindaréttur, víðtækt styrkja- og bótakerfi, orlofskerfi og ýmisleg fleiri réttindi.

Sérstaklega þarf að gæta að giggurum sem ráða sig í ýmiss störf í samfélögunum. Slíkum störfum fylgir engin ábyrgð vinnuveitenda né þátttaka þess fólks í verkalýðshreyfingunni, og þar með virkri þátttöku í uppbyggingu velferðarsamfélagsins – Norræna módelsins.“