26. júní 2023
NTR ráðstefna: Leiðin frá lýðræði til einræðis
Lisa Gastaldi, gagnafræðingur við stjórnmálafræðideild Gautaborgarháskóla.
Lisa Gastaldi, gagnafræðingur við stjórnmálafræðideild Gautaborgarháskóla, flutti fyrirlestur um lýðræði og birti gögn úr mælingum á lýðræði í löndum heimsins.
„Við rannsóknir og mælingar á lýðræði á norðurlöndunum og í heiminum öllum kom í ljós að gögnin sem við söfnuðum eru uppbyggð á mismundandi gagnahópum sem sótt eru til alþjóðastofnana. Þegar lýðræði er mælt kemur í ljós að fólk hefur mjög misjafnan skilning á hvað lýðræði er eftir þjóðerni. Við þessar rannsóknir er ekki hægt að vera með getgátur um hvað lýðræði byggist á, heldur þarf að mæla hvernig lýðræði virkar. Í lýðræði eru virkar kosningar, tjáningafrelsi er virt þar sem frjálst hugsun er lofuð, jafnrétti og kvenréttindi eru virt, heilbriðigsmál eru forgangsmál ásamt menntamálum og þar fram eftir götu.
Við viljum benda ykkur á, þó að kosningar séu haldnar er ekki alltaf hægt að slá því föstu að þær falli undir lýðræði. Upp í hugann koma t.d. nýafstaðnar kosningar í Tyrklandi, forsetakosningar í Rússlandi, hvernig grafið er undan lýðræði og tjáningu í Belarus o.s.frv. Þegar fjallað er um kosningar þá er gott að hafa til hliðsjónar rannsóknir þýska heimspekingsins og samfélagsfræðingsins Jürgen Habermas á hvað lýðræði er. Í kenningu sinni segir Habermas að pólitík leyfir fólki að skipuleggja líf sitt og ákveða saman í samfélaginu hvaða sameiginlegu reglur það mun lifa eftir. Til þess þarf rökræðan að taka tilliti til ólíkra viðhorfa og fólk þarf jafnframt að koma fram við hvort annað sem jafningja.
Tvö prósent jarðarbúa búa við lýðræði
Ríki sem þróast í átt til einræðis og eru skilgreind sem sjálfsstjórnarríki eru nú 42 talsins með 43 prósent jarðarbúa. Á sama tíma árið 2022 voru lýðræðisríki aðeins 14 talsins með alls um 2 prósent jarðarbúa. Þessi hnignuð á lýðræði landanna til sjálfstjórnar og einræðis er sláandi,“ sagði Lisa.
Hún benti á sömu niðurstöður þegar lýðræði er mælt á skalanum 0-10. Þá kemur í ljós þegar mæld er gagnrýni á stjórnvöld t.d. í Svíþjóð og Norður-Kóreu hvernig lýðræði mælist. Í Svíþjóð mælist t.d. þöggun á tjáningu 0 vegna þess að það er engin þöggun þegar kosningar eiga sér stað. Í Norður-Kóreu mælist þöggun á tjáningu 0 því það er engin tjáning um kosningar þegar þær eru haldnar. Hún er ekki leyfð. Sama niðurstaðan, en í einu landinu er lýðræði en í hinu ekki. Þá sagði Lisa að pólarisering á umræðum er nú í vaxandi mæli en áður yfir tiltekið tímabil 2012-2022 og skipting valdsins hefur einnig farið versnandi. Valdaójafnvægið eykst og lýðræðið á undir högg að sækja.
„Þetta kemur fram þegar mælikvarðinn er skoðaður nánar. Lýðræðinu hefur hrakað í flestum ríkjum heimsins. Stjórnvöld landanna vilja í auknum mæli hindra mikilvæga tjáningu fjölmiðla, koma böndum á frjálsan fréttaflutning, veikja verkalýðsfélög og starfssemi þeirra, stýra og hafa áhrif á menntastofnanir og svo má lengi áfram telja. Niðurbrotið á sér stað innanfrá, og þegar stjórnvöld hafa náð þessum áhrifum, þá er næsta skref einræði. Æ oftar eru slíkir stjórmálaflokkar sem ná þessum völdum hægri flokkar sem hefjast handa við að brjóta samfélagið niður innan frá og stefna að einræði. Þetta tekur oft langan tíma og birtist í fjársvelti á samfélagsinnviðum og því getur verið erfitt að koma auga á þessa þróun og bregðast við henni,“ sagði Lisa Gastaldi.