Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. júní 2023

NTR ráðstefnan haldin næst í Danmörku 2025

Arna Jakobína Björnsdóttir færir Lene Roed líkneski af Iðunni.

NTR ráðstefnunni er nú lokið og verður haldin aftur eftir tvö ár í Danmörku. Lene Roed, formaður HK Kommunal í Danmörku, tekur nú við formennsku NTR næstu tvö árin af Örnu Jakobínu Björnsdóttur, formanni Kjalar stéttarfélags. Við það tækifæri sagði Lene að henni hlakkaði til undirbúningsins og bjóða stéttarfélögum sem starfa á opinberum vinnumarkaði á norðurlöndunum til næstu ráðstefnu 2025 í Kaupmannahöfn.

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður NTR, afhenti Lene Roed formennskuna og færði henni við það tækifæri líkneski af Iðunni, gyðjunni í norrænni goðafræði sem gegnir því hlutverki að gæta gulleplanna sem tryggja goðunum eilífa æsku.

Lene þakkaði fyrir ánægjulegar stundir á Íslandi: „Ég þakka fyrir afskaplega góða ráðstefnu hérna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar á norðurlöndunum og finna fyrir nándinni og vinskapnum milli þjóðanna. Ég þakka fyrir dýrmætar stundir og fróðleg erindi.  Við höldum NTR ráðstefnuna næst í Kaupmannahöfn eftir tvö ár 2025. Við sjáumst þar,“ sagði Lene Roed.