11. júlí 2023
Kjarasamningur undirritaður við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Samkomulag um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var undirritað í gær, 10. júlí.
Kynningafundur um kjarasamninginn verður haldinn á Teams fimmtudaginn 13. júlí klukkan 10:00. Um leið verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 12:00 mánudaginn 17. júlí. Kosning fer fram með rafrænum hætti inn á mínum síðum undir hlekknum ,,Mín kjör“ og þar mun félagsfólk einnig sjá samninginn.
Tenglar á Teams fundinn verður sendur í tölvupósti í dag til félagsfólks í Sameyki sem starfar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.