Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. ágúst 2023

NSO ráðstefna: Bregðast verður strax við lofslagshlýnun af mannavöldum

Anna Linell, umhverfisfræðingur og þjóðfræðingur.

Anna Linell, umhverfisfræðingur og þjóðfræðingur, sagði augljóst að stéttarfélögin á Norðurlöndunum hafi það afl til að vekja fólk og stjórnmálin til vitundarvakningar um loftslagsvandann. Hún sagði nauðsynlegt að Norræni vinnumarkaðurinn og ríkisstjórnir landanna bregðist saman við loftslagshlýnuninni með því að setja löggjöf um hvernig bregðast á við loftslagvandanum til að knýja fram nauðsynlega viðhorfsbreytingu.

„António Guterres, ritari Sameinuðu þjóðanna, varaði þjóðir heims við í júlí í sumar að tímabil hnattrænnar hlýnunar væri liðið og tímabil hnattræns suðupunktar er runnunn upp. (The era of global warming has ended. The era of global boiling has arrived.)

Í rannsóknum mínum hef ég komist að því að fólk er óöruggt hvernig það á að bregðast við loftslagshlýnuninni, en í raun eru það stéttarfélögin og vinnumarkaðurinn sem er líklegastur til að skapa viðhorfsbreytingu hjá almennigi varðandi þessa alvarlegu stöðu sem loftslaghlýnunin er. Veturnir eru styttri og mildari á Norðurlöndunum nú en áður og allt lítur út fyrir að barnabörnin okkar muni jafnvel ekki þekkja þá vetur sem við höfum þekkt hingað til. Til að takamarka hlýnunina við 1.5 gráður þurfa stjórnmálin að taka strax ákvörðun og gera málamiðlanir því við þurfum að auka getu okkar til að vinna gegn áhrifun loftslagshlýnunar.


Anna Linell spjallar við gesti í hléi.

Við getum ekki slakað á og hugsað um að þetta sé að gerast langt inn í framtíðinni, við þurfum að bregðast við núna strax og fyrir árið 2030 svo lofthjúpur jarðar hlýni ekki meira en 1,5 gráður en vísindamenn segja að það sé hámarkið. Sviðsmyndirnar eru nokkrar og ef loftslagshlýnunin verður 2,0 gráður árið 2100 verða öfgarnar í veðurkerfunum svo miklar að óvíst er með hvernig lífi á jörðinni verði háttað. Það er þó ljóst að afleiðingarnar af hlýnuninni verða þær að hitabylgjur verða tíðari og langvarandi, hlýnunin mun valda þurrkum og matarskorti á heimsvísu og fólksflutningar verða miklir með aukinni útbreiðslu smitsjúkdóma. Þar að auki, þegar pólísinn bráðnar, mun sjávarborð hækka verulega sem hefur áhrif á fjölda strandborga og á allt að 275 milljónir íbúa sem þar munu búa.

Ríkustu þjóðirnar sem menga mest þurfa að taka meiri ábyrgð
Allir eiga að fá jafnan hlut af því sem jörðin elur og við á Norðurlöndunum og Evrópu erum með ríkustu þjóðum á jörðinni - og við höfum losað mest. Þess vegna ættu þær þjóðir sem hafa losað mest af koltvísýringi út í andrúmsloftið að taka meiri ábyrgð á því að draga úr losuninni. Við þurfum að taka tillit til þeirra fátæku landa þar sem almenningur flýgur aldrei milli landa, eiga ekki bíla og jafnvel ekki húsnæði. Það eru ríkustu þjóðirnar sem eru til þess bærar að skapa loftlagslegt réttlæti, ekki þær fátækari.

Ég vænti mikils á fundi Norðurlandaráðs sem haldinn verður á Íslandi á næstunni. Þar munu stéttarfélögin undir forystu NFS leggja fram þrískipt samkomulag um hvernig bregðast á við hlýnun loftslagsins sem er eins og allir vita af mannavöldum. Við vitum að hægt er að bregðast við sem skilað getur góðum árangri með Norræna velferðarmódelinu sem byggir á réttlæti,“ sagði Anna Linell að lokum.