Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. september 2023

Græðgi forstjóranna eftir meiri hagnaði hefur skapað neyðarástand í löndum Evrópu

Eigendur fyrirtækja kalla eftir aðhaldi í launakostnaði á meðan þeir hirða gróðann sem launafólk skapar þeim.

ETUC, Samtök evrópskra verkalýðsfélaga, hafa sent opið bréf til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og fara þess á leit þegar Ursula von der Leyen ávarpar Evrópuþingið á morgun 13. September, að hún setji fólk í forgang - ekki fyrirtækin með sínum ýkta hagnað og arðgreiðslum þeirra til eigenda sinna. Sá risavaxni hagnaður er byggður á baki láglaunafólks sem skilið er útundan og stendur frammi fyrir framfærslukreppu á evrópskum vinnumarkaði. Þá kalla eigendur fyrirtækjanna eftir aðhaldi í launakostnaði á meðan þeir hirða gróðann sem launafólk skapar þeim. Útborganir og arðgreiðslur til hluthafa í fyrirtækjum hækka allt að 13 sinnum hraðar í Evrópu en laun til vinnandi fólks samkvæmt greiningu ETUC.

Í greiningunni hækkuðu arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja um 75 prósent í Portúgal og 66 prósent í Danmörku frá apríl til júníloka á meðan grunnlaun í þessum löndum hækkuðu um 5 til 6 prósent. Um alla Evrópu hækkar arðgreiðslur almennt um 10 prósent sem er tvöfalt meira en grunnlaun hækka – og náði meti á þessu ári með arðgreiðslum upp á 184,5 milljarða Bandaríkjadala. Þetta er annað árið í röð sem hluthafar fagna arðgreiðslum vegna stóraukins hagnaðar sem ýtir undir verðbólgu og framfærslukostnaðarkreppu.

„Þessi græðgi forstjóranna eftir meiri hagnaði hefur skapað neyðarástand í löndum Evrópu og gjá í félagslegu réttlæti í álfunni. Rannsóknir ETUC hafa leitt í ljós að 1.200 stærstu fyrirtæki Evrópu greiddu út met arðgreiðslur upp á 230 milljarða evra árið 2022, en arðgreiðslur jukust um 14 prósent innan ESB. Hins vegar hafa launþegar á sama tíma horft á kaupmátt sinn hrynja. Grunnlaun hækkuðu að meðaltali um 4,3 prósent í 10,4 prósent meðalverðbólgu. Kaupmáttarrýrnunin blasir við og við köllum eftir viðbrögðum frá þér og vitnum í orð þín að „allir þurfa að fá sinn hlut“ því evrópska markaðshagkerfið snýst ekki aðeins um viðskipti heldur líka fyrirmynd að félagslegu réttlæti þar hugsað er um fólk og samfélög, og að „hugsað sé um hvert og eitt okkar og samfélagið í heild sinni“. Við þurfum að bregðast strax við því launafólk innan Evrópusambandsins heldur áfram að þjást vegna félagslegs og efnahagslegs óréttlætis. Kallað er eftir öflugum viðbrögðum frá þér sem byggðum á félagaslegum grunngildum.

Sömuleiðis köllum við eftir styrkingu á tilskipunum um opinber innkaup og sérleyfi sem tryggja að einungis sé stofnað til viðskipta við fyrirtæki sem virða rétt launþega og verkalýðsréttindi, ásamt að þau hafi gilda kjarasamninga við verkalýðsfélög vegna starfsmanna sinna, þar á meðal starfsmanna undirverktaka sem virða kjarasamninga. Aðeins slík fyrirtæki ættu að fá aðgang að opinberu fé, þar með talið aðgang að styrkjum og fjármögnun verkefna samkvæmt fjármálaáætlunum ríkjanna. Opinberar innkaupareglur þurfa að tryggja að útboð skapi örugg framtíðarstörf sem uppfylla gæðaskilyrði og sanngjarna launastefnu, sem byggir á kjarasamningum stéttarfélaga. Fjárveitingar hins opinbera til reksturs grunnþjónustu samfélaga ættu aldrei að skapa markaðssamkeppni sem leiðir til launaskerðingar og niðurskurðar svo fyrirtækjaeigendur geti makað krókinn og greitt sér út himinháar arðargreiðslur.“