15. október 2023
PSI þing: „Elon Musk og hans líkir eru hættulegir samfélögunum“
Jane McAlevey.
Elon Musk kom við sögu í ræðu Jane McAlevey um helgina sem fjallaði um hvernig skipuleggja og hrinda á í framkvæmd samtakamætti launafólks gegn elítunni sem ræður yfir fjarmagni heimsins. Hún benti t.d. á að Elon Musk er kallaður reglulega inn á þjóðaröryggisfundi með bandaríkjastjórn vegna þess hve öflugt net gervihnatta hann á sem safna upplýsingum og staðsetningum um jarðarbúa. „We have ECO in the private sector who gives advice to national security,“ sagði Jane um Musk.
Í kynningu um fundinn kom fram hvernig verkalýðsfélög geta fengið fólk til að taka þátt í verkalýðsbaráttunni og þeirri ágjöf sem orðið hefur á réttindi launafólks um allan heim af hendi einkaaðila og fjármagnselítunnar. Verkalýðsfélög standa nú frammi fyrir kerfisbundnu áreiti (attach) einkafyrirtækja, öfga hægrihreyfinga og ríkisstjórna sem grafa undan réttindum launafólks og veikja þannig verkalýðshreyfinguna - skapa aukið álag á starfsfólk í opinberri þjónustu vegna niðurskurðar, einkavæðingar og útvistunar. Til að berjast á móti verður að byggja upp styrk og samstöðu og finna leiðir til samstöðu, taka virkan þátt í pólitískri umræðu um verkalýðsmál, fræða og virkja félagsfólk stéttarfélaga og heildarsamtaka ásamt bandamönnum þeirra til að vinna að raunverulegum árangri fyrir starfsfólk og almenning sem nýtur opinberrar þjónustu.
Jane sagði að ástæðan fyrir því að staðan sé eins og raun ber vitni, er vegna einkavæðingar innviðaþjónustunnar og alþjóðavæðingarinnar og einnig í stjórnmálunum. Hún sagði nokkra af hættulegustu mönnunum sem ógna vestrænni menningu og velsæld vera Donald Trump og Stephen Bannon. Bannon, sem er höfundur að hugmyndafræði Svíþjóðardemókrata í dag, vera hinn illa snilling sem hefur áhrif á pólitíska stefnu margra annarra landa án þess að almenningur taki endilega eftir því. Hugmyndafræði Svíþjóðardemókrata byggist á þjóðernishyggju og félagslegri íhaldssemi, sem Jane lýsir sem „hið illa afl stjórnmálanna“ sem brýtur niður grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu, menntakerfin, ummönnun, lestarþjónustu, vatnsveitukerfi, orkuöflun o.fl. sem heyrir undir, eða ætti að heyra undir opinbera þjónustu og störf sem henni tengjast. Þessi viðhorf nýfjrálshyggjunnar fara vaxandi og er mikið áhyggjuefni fyrir opinbera þjónustu.
Elítan stjórnar veröldinni, fjármagninu og stjórnmálunum.
Jane sagði m.a. að til að vekja fólk til vitundar um hvað það getur gert er að stéttarfélög og starfsfólk þessi fari skipulega inn á vinnustaðina, hvern einn og einasta, og ræði opinskátt um stöðuna og hvetji starfsfólkið til að kjósa sér trúnaðarmann fyrir vinnustaðinn. Með þeim hætti kemst á mikilvæg tenging á milli fólksins og stéttarfélaganna, og þar með við stjórnmálin.
Jane hvatti til aktívisma og sagði að þeir sem starfa í stéttarfélögunum hætti nú að klappa og fari að framkvæma.