Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. október 2023

PSI þing: Framtíðin er opinber þjónusta, ekki einkavædd

F.v. Daria Cibrario, Andre Cumbers, Fred Hahn, Maddy Northam, Rebeca Céspedes Alvarado og Clare Keogh.

Dagur tvö á PSI þingi hófst með pallborðsumræðum (The Future is Public) um einkavæðingu opinberra innviða, útvistiun verkefna til einkaaðila sem fylgir alþjóðavæðingunni. í dag eru 1.600+ staðfest tilvik þar sem opinber þjónusta er tekin til baka úr einkvæðingu í opinbera eigu og rekstur í 75 löndum um allan heim. Að endurheimta opinbera þjónustu í opinbera eigu og umsjón er flókið ferli sem hefur bein áhrif á starfsfólk og stéttarfélög þeirra.

Aðildarfélög PSI hafa frá fyrstu hendi reynslu af einkavæðingu opinberrar þjónustu og sum þeirra standa fyrir herferðum gegn einkavæðingunni og fá til baka opinbera þjónustu og störf til ríkisins. Í pallborðinu ræddu Andre Cumbers, prófessor við háskólann í Glasgow, Fred Hahn, varaformaður stéttarfélags opinberra starfsmanna í Kanada, Maddy Northam, svæðisritari Samfélags- og opinberra starfsmanna í Ástralíu, Rebeca Céspedes Alvarado, kynjaritari í Landssamtökum opinberra starfsmanna í Kosta Ríka, og Clare Keogh, landsfulltrúa hjá Bandalagi stéttarfélaga í Bretlandi (UNITE the Union) með um 1,2 miljón félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði þar í landi.


Þátttakendur á PSI þinginu í morgun.

Fjallað var um hvaða lærdómur hefur verið dreginn af einkavæðingu opinberrar þjónustu, hverjar áskoranirnar eru og hvaða aðferðerðum samstarfsaðilar PSI nota til að “af-einkavæða” þjónustuna.

Prósfessor Andre Cumbers við Glosgow Háskóla í Bretlandi, sagði að það sem hann hafi lært að einkavæðing á opinberri þjónustu snýst ekki um fólk né samfélagið sem það lifir í, heldur um peninga og gróða sem fylgir alþjóðavæðingunni. „Öll stéttarfélög eru meðvituð um þetta. Einkavæðingin hefur farið eins og eldur um sinu síðastliðna áratugi. Einkavæðing innviðanna fer oft leynt og er undir radarnum hjá almenningi. Einkavæðingin hefur mistekist því henni fylgir aukinn kostnaður fyrir almenning og mun verri þjónusta en áður. Þetta er „trend“ meðal frjálslyndra ríkisstjórna og aðferðirnar eru að fjársvelta innviðina svo hægt sé að einkavæða þá. Um er að ræða innviði eins og vatnsveitur, rafmagn, samgöngur, heilbrigðiskerfi og tæknifyrirtæki í opinberri eigu. Dæmi er um að í Þýskalandi hafa stjórnvöld tekið til baka opinbera þjónustu í orku og rafmagni sem er spennandi að fylgjast með. Árangurinn af því hefur verið góður, bæði fyrir ríkissjóð og framfarir í þjónustunni. Það kemur ykkur kannski að óvart að í Bandaríkjunum hafa vatnsveitur í nokkrum fylkjum verið teknar aftur til baka í opinbera umsjón með góðum árangri. Við sjáum þetta einnig gerast víða í Evrópu,“ sagði Andre Cumbers.

„Þetta er mikið vandamál í Ástralíu, hvernig stór og smá einkafyrirtæki sækja í að reka innviði í landinu, jafnt í stórum borgum sem smáum bæjum. Þeir mæta á svæðið og segjast geta rekið vatnsveiturnar fyrir mikið lægra fé en sveitarfélögin gera. Við fylgjumst vel með þessu og reynslan hjá okkur er að þjónustan versnar og það sem meira er að íbúarnir eru algjört aukaatriði hjá þessum fyrirtækjum. Í dag eru töluvert mikið um að opinber þjónusta sé tekin til baka í opinbera umsjá, eins og t.d. rekstur vegakerfis. Ég vil árétta að stéttarfélögin í landinu skipta mjög miklu máli fyrir umræðuna, þau eru lífæð þessarar umræðu í Ástralíu og geta talað röddu almennings í þessum efnum,“ sagði Fred Hahn.

„Árið 2019 hófum við herferð gegn einkavæðinu innviðanna í Ástralíu. Herferðin fólst í því að ræða við stjórnmálamenn og stjórnendur opinberra stofnana um að stöðva einkavæðingu opinberrar þjónustu. Við ræddum við ríkisstjórnina og stjórnir sveitarfélagnna, og okkur tókst með góðum rökum og staðreyndum að bregða ljósi á hvernig einkavæðing opinberrar þjónustu hefur misheppnast. Við sömdum um að búa til ferli þar sem ríkisstjórn og sveitarfélög þurftu að gera opinberlega grein fyrir ástæðum þess að einkavæða opinbera þjónustu. Spurningar sem opinberir aðilar þurftu að spyrja sig og gera grein fyrir voru t.d.; er þetta gott fyrir almenning?, mun þjónustan kosta meira en áður?, er einkafyrirtækið óhagnaðardrifið? Okkur tókst þannig að fá til baka ýmis opinber störf ásamt því að koma í veg fyrir einkavæðingu mikilvægra opinberra innviða og starfa,“ sagði Maddy Northam frá Ásralíu.

„Við höfum barist harðlega gegn einkavæðingu á losun úrgangs og sorps. Þegar þessi opinbera þjónusta var einkavædd misstu margir vinnuna og þar með lífsviðurværið. Fólki var sagt að þjónustan myndi batna og verða ódýrari. Einkaaðilarnir sem tóku við rekstrinum tilkynntu nokkru síðar að fyrirtækið gæti ekki greitt fólki laun og þyrfti að segja upp fólki. Þessir bandarísku aðilar sem tóku við rekstri sophirðu og losun úrgangs sviku samfélagið og skertu þjónustuna. Okkur tókst svo að fá aftur til baka þjónustuna í opinberan rekstur og við erum mjög ánægð með að það tókst,“ sagði Rebeca Céspedes Alvarado.

„Við vijum vera próaktív og veita sveitarfélögum verkfærin til að berjast gegn einkavæðingu opinberrar þjónustu þegar einkaaðilar sækja á. Þá er mikilvægt að hafa þessi verkfæri í höndunum til að fá til baka opinber störf og innviði í rekstur sveitarfélaganna. Reynsla okkar er sú sama og annarsstaðar, að opinber þjónusta er ódýrari og er mun betri en hún er í umsjá einkaðila sem hugsa aðeins um að græða peninga á rekstrinum. Það er mjög erfitt að sannfæra stjórnmálamenn um að rekstur innviðanna sé ekki best í höndum einkaðilanna. Það tekur mikið á að nýta tímann og peningana í að reka slíkar herferðir, en ég verð að segja að það borgar sig. Í herferðum okkar þrýstum við á sveitastjórnir og ríkisstjórnina að einkavæða ekki opinbera þjónustu. Einkafyrirtækin hafa lækkað laun, aukið vinnuskyldu og meira að segja reynt að taka af launafólki kaffi og matartíma. Okkur hefur tekist að ná árangri með því að benda á þessar staðreyndir og ef við erum tilbúin að berjast fyrir opinberri þjónustu og gegn útvistun starfa á opinberum vinnumarkaði munum við sigra þessa baráttu gegn einkavæðingunni,“ sagði Clare Keogh.

Umræðum stjórnaði Daria Daria Cibrario, sveitarstjórnar- og svæðisfulltrúi hjá PSI.

Að loknum pallborðsumræðum hófust umræður um ályktun þingsins nr. 52 (People over profit) sem má sjá hér og var samþykkt.