Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. október 2023

PSI þing: „Nýlendustefna og kapítalismi er rasismi“

F.v. Nancy Kachingwe, Agrippina Hurtado Caicedo og Leslie Dixon.

Í pallborðsumræðum á þinginu í morgun var fjallað um rasisma á vinnumarkaði og nýlendustefnu sem notuð er til að mismuna opinberum starfsmönnum eftir kyni, stöðu og uppruna. Nancy Kachingwe er opinber stefnuráðgjafi sem varða kynjamismun og er ein af stofnendum South Feminist Futures í Simbabve. Hún sagði að nýlendustefnan sé rasísk að uppruna og langflestir starfsmenn umönnunarstarfsmanna, þar af umtalsverður fjöldi sem starfar í heimaþjónustu vinna við aðstæður þar sem lítil eða engin félagsleg og lagaleg vernd sé til gegn mismunum og rasisma á vinnumarkaði.

„Við vitum að vesturlönd eru háð farandverkafólki til að sjá um stóran hluta heimilisþjónustunnar ásamt því að sinna störfum í heilbrigðis- og menntageiranum. Umönnunarstörf njóta minnstu vinnuverndar sem er að miklu leyti vegna þess að þetta starf er kynbundið og kynþáttakennt. Stærstur hluti vandans eru rasísk og kapítalísk viðhorf gegn fólki eftir kynþætti, stöðu þess og trú. Þetta vinnuafl þarf að njóta viðurkenningar og draga þarf úr kerfisbundnu launaóréttlæti þessa fólks. Þá er Afríka og lönd á suðurhveli jarðar skurðarpunktur kynþáttarhaturs og eftir stétt, kyni og þjóðerni. Kapítalisminn stundar arðrán og kúgun í þessum löndum og er mjög einbeittur í sínum aðgerðum. Við verðum að horfast í augu við þessa miklu krísu í samhengi við kynþáttafordóma, nýlendustefnu og feðraveldishagkerfi heimsins,“ sagði Nancy Kachingwe.

„96 prósent frumbyggja Nýja Sjálands hafa orðið fyrir rasisma vegna aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar og sveitastjórna í landinu samkvæmt rannsóknum okkar. Nýlendustefna er aðskilnaðarstefna og er heitbundinn kapítalískum og rasískum viðhorfum herraþjóðanna sem byggja á hundruð ára gömlum viðhorfum sem eru andfélagsleg. Þetta er brot á mannréttindum sem beinist gegn frumbyggjum og ýmsum minnihlutahópum í landinu. Í mínu stéttarfélagi vinnum við gegn nýlendustefnu ríkisstjórnarinnar og rasisma sem er ríkjandi á Nýja Sjálandi. Frumbyggjakonur í okkar samfélagi hafa tekið höndum saman um að mótmæla óréttlæti og rasisma sem þær verða fyrir á vinnumarkaðnum,“ sagði Leslie Dixon, geðheilbrigðisstarfsmaður og félagi í Stéttarfélagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna á Nýja Sjálandi.

PSI er meðvitað um hvernig kapítalismi, hnattvæðing og feðraveldið stjórnar því hvernig tekist er á við hverskyns vandamál sem varða kynþátt, kyn, kynhneigð, stétt, frumbyggja, trúarbrögð og ríkisborgararétt. Kjarninn í baráttu PSI felst í samstöðu gegn hvers kyns óréttlæti og mismunun á opinberum vinnumarkaði.

PSI stendur gegn nýlendustefnu ríkisstjórna þar sem það á við. PSI stendur við femíníska nálgun sína til að berjast gegn kynþáttahatri, útlendingahatri og hvers kyns óréttlæti samkvæmt grein 3.: Virðing og reisn fyrir alla.

Pallborðsumræðu stjórnaði Agrippina Hurtado Caicedo, formaður PSI Inter-American Committee sem að berst gegn kynþáttafordómum.