Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. október 2023

PSI þing: Stéttarfélögin verða að bregðast strax við loftslagsvánni

Herzig Lea Alison, ung kona frá Þýskalandi, hvetur í ræðu sinni iungt fólk til að taka þátt í verkalýðshreyfingunni og baráttunni gegn loftslagsvánni.

Á fjórða og síðasta degi PSI-þingsins laut þingheimur höfði og vottaði fórnarlömbum sprengjuárásar á spítala á Gaza virðingu sína í einnar mínútu þögn.

Að því loknu var fjallað um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Fulltrúar þingsins sögðu í ræðum sínum að loftslagbreytingar vaxa enn hraðar en sérfræðingar hafa spáð fyrir um og íbúar í öllum heimsálfum þjást vegna afleiðinganna. Það sem knýr áfram lofslagsbreytingarnar eru kröfur einkafyrirtækja um hagnað á því að reka vatnsvirkjanir og orkuver sem áður voru í opinberri eigu ásamt orkufrekum einkarekstri. Það sé m.a. af þessum ástæðum að stéttarfélögin verða að bregðast við í fullri alvöru í sínum löndum og krefjast þess af stjórnvöldum að þau taki til baka auðlindir, orkufyrirtæki og vatnsveitur í sína umsjá og rekstur. Þá þurfa stéttarfélögin að fræða og upplýsa sitt félagsfólk um staðreyndir og afleiðingar loftslagsbreytinganna. Auk þess þarf að hleypa ungu fólki að í verkalýðshreyfingunni, gefa þeim röddu, því þau munu erfa jörðina og búa við afleiðinginar hlýnun jarðar.

Fulltrúar þingsins töluðu einum rómi um að vatn og orkuveitur megi ekki einkavæða og stöðva verður þá þróun. Þeir innviðir þurfa að vera í opinberri eigu og í þágu íbúanna en ekki í þágu einkafyrirtækja sem taka ekki tillit til fólks né náttúru.

„Við verðum að styðja við vatns- og orkugeirann með opinberum aðgerðum. Það má alls ekki einkavæða vatn og rafmagn og við verðum að stöðva plágu einkavæðingarinnar á þessum innviðum. Einkafyrirtækin munu halda áfram að menga vatnsbólin okkar með losun eitraðs úrgangs og þau munu halda áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það verður að skipta yfir í kolefnissnauða starfsemi ef við ætlum að forðast yfirvofandi stjórnleysi í veðurkerfum jarðarinnar. Launafólk og verkalýðsfélög þeirra verða að vera nógu djörf til að berjast fyrir slíkum kerfisbreytingum, þar sem núverandi kapítalískt framleiðslu- og neyslumynstur mun skaða samfélögin enn frekar,“ sagði David Boys, aðstoðarframkvæmdastjóri PSI.

Enn fremur kom fram loftslagkrísan er nú þegar orðin að veruleika fyrir lítil eyríki og strandsamfélög. Viðvörunarmerkin halda áfram að birtast, allt frá stórflóðum til fellibylja og aukins fólksflótta vegna lofslagsbreytinganna. Það er ljóst að án aðgerða eru örlög allra vistkerfa jarðar í hættu. Þá er starfsfólk í almannaþjónustu ætið fyrstu viðbragðsaðilar í veðurfarsslysum. Það þekkir á eigin skinni hversu brýn þörf er á pólitískum aðgerðum til að draga úr hlýnun jarðar.

Rætt var um að Parísarsamkomulagið virki ekki til að halda einkafyrirtækjum í skefjun í ásælni þeirra í auðlindir jarðar, né til ábyrgðar á loftslagshlýnuninni. Þá séu ríkisstjórnir ekki á réttri leið til að ná losunarmarkmiðum sínum. Eftir 25 ára samningaviðræður hafa ríkisstjórnir samþykkt aðgerðir sem virka ekki. Við munum enn sjá 3°C stiga hækkun á meðalhita jarðar sem mun eyðileggja heilu vistkerfin, valda útrýmingu dýrategunda og valda ómældum þjáningum milljóna manna.

Þau sem tóku til máls enduðu ræður sínar á að hrópa; „PEOPLE OVER PROFIT“


Frá umræðum á þinginu um loftslagsbreytingar.