Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. október 2023

Spurningar og svör vegna Kvennaverkfalls

Vaknað hafa spurningar frá félagsfólki í aðildarfélögum BSRB um Kvennaverkfallið 24. október nk. Framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins hefur sett saman svör við algengum spurningum á vefsíðu Kvennaverkfalls sem félagsfólk hefur spurt um vegna þess.

Spurningarnar og svörin eru aðgengileg á ensku og pólsku á vef um Kvennaverkfall. Efst á síðunni, sem sjá mér hér, er tákn fyrir tungumál. Smellt er á fánann efst til hægri til að breyta um tungumál.

Dæmi um spurningu er:
Af hverju er boðað til Kvennaverkfalls núna?
Svarið er: Það eru 48 ár liðin frá fyrsta kvennafrídeginum og verkfallið 2023 verður það sjötta í röðinni. Konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir aðgerðum.