23. október 2023
„Ríkið á ekki að vera rekið eins og heimili“
Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrum þingmaður var gestur á trúnaðarmannaráðsfundi Sameykis í dag.
Nú er trúnaðarmannaráðsfundi hjá Sameyki nýlokið þar sem gestir fundarins fjölluðu um vinnumarkaðinn, efnhagsmál og niðurstöður könnunar Vörðu fyrir Sameyki. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis,setti fundinn, kynnti dagskrá og sagði frá nýafstöðnu þingi PSI sem fylltrúar Sameykis sóttu í Genf í síðustu viku. Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og fyrrum þingmaður, fjallaði um fjárlögin og stöðuna í efnahagsmálum. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu- rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður könnunar um fjárhagsstöðu félagsfólks sem stofnunin gerði fyrir Sameyki. Þá fór skrifstofustjóri Sameykis, Gunnsteinn R. Ómarsson, yfir efnahagsreikning félagsins.
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis setti fund í trúnaðarráði sem fram fór í dag.
Ágúst Ólafur sagði að of mikill hagvöxtur væri ekki heppilegur í of langan tíma því það þarf að vera jafnvægi í rekstri ríkissjóðs. Of mikill hagvöxtur skapar hátt vaxtastig eins og nú er. Hann sagði að sagan [efnahagssveiflur] sýni að hún endurtekur sig á um það bil á sjö ára fresti, en stjórnvöld gera ráð fyrir að verðbólgan lækki niður í 4,9 prósent á næsta ári sem hann segir óraunhæft. Þá sagði hann að ríkið á ekki að vera rekið eins og heimili.
„Verðbólga er há á Íslandi sem er hér 8 prósent og er helmingi hærri hér á landi en á evrusvæðinu sem er núna 4,3 prósent. Hækkun á nauðsynjavörum og matvælum er 12,4 prósent undanfarna 12 mánuði sem er mikil hækkun á lykilþáttum. Sagan sýnir okkur að hagsveiflan endurtekur sig á um það bil á sjö ára fresti og gert er ráð fyrir að verðbólgan lækki umtalsverð á næsta ári. Peningar eru dýrir á Íslandi og stýrivextir sem hafa hækkað 14 sinnum í röð koma fjármagnseigendum vel sem hagnast á stýrivaxtahækkunum en mjög slæmt fyrir almennt launafólk sem tapar vegna þess að krónan verður þeim dýrari og líka vegna rýrnun kaupmáttar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna drógust saman á síðasta ári um 0,1 prósent og íbúðarverð hækkaði um 2,6 prósetn á milli ára. Að mínu mati er ekki raunhæft sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að verðbólgan verði 4,9 prósent á næsta ári. Einnig á ekki ríkið að vera rekið eins og heimili. Það er í lagi fyrir ríkissjóð að skulda, en síður fyrir heimilin. Skuldir ríkisins er auðvelt að fjármagna og hægt er að greiða niður skuldir ríkisins hægar en gert er. Okkur vantar vinnuafl á mörgum sviðum atvinnulífsins en atvinnuleysið hér á landi er um 4 prósent. Hins vegar er langtímaatvinnuleysi skelfilegt fyrir fólk og samfélagið allt á meðan þónokkuð stór hópur glímir við langtímaatvinnuleysi hér á landi. Við þurfum að nálgast þetta og ræða, bæði á vettvangi stéttarfélaga og stjórnmála með opnum hætti,“ sagði Ágúst Ólafur.
Félagsfólk á trúnaðarmannaráðsfundinum í dag.
Fjárlög og bandormur
Í fjárlögum er leitað heimilda til útgjalda til reksturs samfélagsins. Í fylgiriti þess er gert grein fyrir heimildum í fjárlögum fyrir stofnanir ríkisins, heilbrigðiskerfi, menntakerfi o.þ.h. Ég hvet alla til að kynna sér fjárlögin og fylgirit þess til að átta sig á þeim. Gæta þarf að því að uppreikna fjárheimildir á föstu verðlagi til dagsins í dag og hægt er að finna á vef Hagstofunnar. Varðandi yfirlýsingar fjármála- og efnahagsráðherra, að ekki verði neinar launahækkanir gerðar í næstu kjarasamningum, sem Þórarinn minntist á áðan, eru kaldar kveðjur inn í verkalýðshreyfinguna fyrir komandi kjarasamninga. Ef Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ætlar ekki að hækka laun, eins og hún segir sjálf, er hún komin í mótsögn við fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir launahækkunum.
Ágúst Ólafur var spurður af Þórarni Eyfjörð í lok erindis síns hverju hann myndi vilja breyta, ef hann mætti breyta einu aðtriði í fjárlagaáætluninni. Hann sagðist myndi vilja auka tekjur öryrkja og fatlaðs fólks.
„Öryrkjar og fatlað fólk reiðir sig á tekjur ríkisins og við þurfum að bæta kjör þeirra. Það eru 19 þúsund manns sem við erum í raun að skilja eftir í fátækt í okkar samfélagi. Það er ekki því að kenna að það sé ekki starfandi á vinnumarkaðnum. Laun þessa hóps eru ákveðin af fólki á Alþingi, ríkisstjórn landsins. Við þurfum að krefjast af þeim að skilja ekki þetta fólk útundan í fjárlagagerðinni eins og þau gera,“ sagði Ágúst Ólafur og undir það tóku gestir fundarins með lófaklappi.
Félagsfólk í Sameyki erfitt með að mæta óvæntum útgjöldum
Kristín Heba fór ítarlega yfir könnun Vörðu á trúnaðarmannaráðsfundinum í dag sem stofnunin gerði fyrir Sameyki. Hún sagði að fjárhagsstaða félagsfólks í Sameyki sé gríðarlega ólík þegar hún er skoðuð eftir starfsgreinum. Fjárhagsstaða þeirra sem starfa í heilbrigðisþjónustu sé lang verst. Staða þeirra sem starfa við fræðslu-, uppeldis-, kennslu og tómstundastörf og í öðrum greinum er einnig nokkuð verri en þeirra sem starfa við stjórnsýslu, fjármálaþjónustu, upplýsingatækni og almenn skrifstofustörf.
Kristín Heba Gísladóttir.
Hún sagði að yngri hópana sem eru með lægri tekjur og börn þeirra hafa upplifað fjárskort síðustu 12 mánuði sem hefur komið í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir grunnþætti. Það er t.d. skólamatur, skólabækur og kostnaður barna vegna tómstunda. 19 prósent félagsfólks getur ekki greitt fyrir tómstundir barna sinna og 22 prósent geta ekki greitt fyrir nauðsynlegan klæðnað fyrir börn sín.
Kristín Heba sagði þetta vera óboðlegar aðstæður í samfélagi þar sem skólaganga barna er skylda. „Það er mjög alvarlegt að staðan skuli vera svona. 33 prósent félagsfólks segist vera með slæma andlega heilsu vegna þessa og það er áhyggjuefni,“ sagði Kristín Heba.
Hægt er að kynna sér könnun Vörðu hér.