31. október 2023
Kjarasamningur Sameykis og Strætó bs. samþykktur
![Kjarasamningur Sameykis og Strætó bs. samþykktur - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2023/Sameyki%20kynningarfundir.jpg?proc=frontPage)
Atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Strætó bs lauk kl. 16:00 í dag.
Samþykkir samningnum voru 91,3 prósent, 7,25 prósent höfnuðu samningnum og 1,45 prósent tók ekki afstöðu. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 52,7 prósent þeirra sem voru á kjörskrá.