Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. nóvember 2023

Karlar mælast með 22,5% hærri laun en konur á íslenskum vinnumarkaði

Samkvæmt uppfærðu talnaefni Hagstofu Íslands mælist nú launamunur kynjanna um 22,5% og birt var í dag. Karlar eru með hærri árlegar meðaltekjur, 9.219 þúsundir króna, en konur sem mælast með 7.522 þúsundir króna í meðaltekjur á ári.

Alls voru um 219.500 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í september 2023 samkvæmt skrám Hagstofunnar. Starfandi einstaklingum fjölgaði um rúmlega 6.700 á milli ára sem samsvarar 3,2% fjölgun. Fjöldi starfandi kvenna í september var um 102.900 og fjöldi starfandi karla um 116.600. Talnaefni hefur verið uppfært.