4. desember 2023
Kátir krakkar á jólaskemmtun Sameykis
Krakkar dönsuðu og sungu kátt á jólaballi Sameykis. Æjósmynd/Jakobína Þórðardóttir
Jólaball Sameykis var haldið um helgina. Félagsfólk kom með börnin sín og barnabörn og dönsuðu þau í kringum jólatré og sungu saman jólalög. Bjúgnakrækir og Gáttaþefur komu og gáfu börnunum gjafir og sögðu þeim sögur af uppátækjum sínum í aðdraganda jólanna. Þeir félagar laumuðust fyrr en venjulega til byggða til að geta hitt börnin en Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn. Hann kemur venjulega til byggða 20. desember og er afskaplega fimur við að næla sér í bjúgu. Hann sagði að samfara minnkandi bjúgnagerð á heimilunum hefur hann þurft að þróa nýjar aðferðir til að verða sér úti um bjúgu.
Gáttaþefur bróðir hans sem var með í för er venjulega á ferðinni aðeins seinna en bróðir sinn. Hann er ellefti jólasveinninn og er venjulega farinn að þefa uppi lykt af sætmeti úr mannabústöðum tveimur dögum síðar 22. desember. Hann sagðist vera sjúkur í lyktina af laufabrauði en hann rennur líka á lyktina af nýbökuðum smákökum.
Hægt er að skoða ljósmyndir frá jólaballinu í myndabanka vefsins. Sjá hér.