Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. desember 2023

Ungt fólk líklegra að telja stjórnmálafólk spillt

Hulda Þórisdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ljósmynd/BIG

Hulda Þórisdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, er í forsíðuviðtali í nýútkomnu tímariti Sameykis. Hulda er doktor í sálfræði og hennar sérsvið er stjórnmálasálfræði, stjórnmálaviðhorf, samspil tilfinninga og stjórnmálaskoðana og samsæriskenningar.

Í viðtalinu er reynt að bregða ljósi á eðli samsæriskenninga og ótti meðal fólks í samfélaginu er notaður sem stjórntæki hjá stjórnmálafólki. Hulda stundað rannsóknir á eðli samsæriskenninga með gleraugum sálfræðinngar og hvers vegna fólk aðhyllist samsæriskenningar og hverjar afleiðingarnar af þeim eru fyrir lýðræðið og lýðheilsu.

Hún segir að ungt fólk trúi síður samsæriskenningum en eldra fólk. Hulda segir að samkvæmt rannsóknum kemur í ljós að ungt fólk er líklegra en þau sem eldri eru að telja stjórnmálafólk spillt og þau séu tortryggnari en eldri kynslóðir á stjórnmálin. Þau hafa hins vegar jafn mikið traust á stjórnarfarinu og þau sem eru eldri, en treysta samferðafólki sínu jafnvel meira en þau sem eldri eru.

Þá segir hún í viðtalinu að ef stjórnmálafólk nái að búa til einhverja ógn og nái að sannfæra sitt fólk um að ógnin sé aðsteðjandi, og sannfæri um leið um að sá eða sú komi því til bjargar frá ógninni, sé komið mikið vald og öflugt tæki til að fá fólk til fylgis við sig.

Lesa má viðtalið við Huldu Þórisdóttur hér.