14. desember 2023
Umsóknartímabil og útgreiðsla úr Kötlu félagamannasjóði
Næsta umsóknartímabil Kötlu félagamannasjóðs er til 28. desember nk. vegna ársins 2022. Næsta útgreiðsla sjóðsins fer fram núna í desember 2023.
Næsta umsóknartímabil Kötlu félagamannasjóðs er til 28. desember nk. vegna ársins 2022. Næsta útgreiðsla sjóðsins fer fram núna í desember 2023, vegna þeirra sem voru í starfi árið 2022. Þeir sem ekki hafa skráð reikningsnúmer verða að gera það fyrir 28. desember til þess að ná desember útborgun. Rétt er að taka það skýrt fram að um er að ræða eingöngu starfsfólk sveitarfélaga utan Reykjavíkur sem eiga rétt til að sækja um og fá greitt úr sjóðnum.
Fyrsta útgreiðsla sjóðsins á árinu 2024, vegna þeirra sem voru í starfi árið 2023 verður í febrúar. Við hvetjum því alla sem voru í starfi árið 2023 sem enn hafa ekki skráð bankareikningsnúmer að gera það sem allra fyrst, svo þeir nái febrúar útborgun.
Hægt er að skrá bankareikningsnúmer á Mínum síðum BSRB hér.