20. desember 2023
Páskaúthlutun orlofshúsa Sameykis á Tenerife og Alicante
Frá strandlífi á Alicante á Spáni.
Opnað verður fyrir páskaúthlutun á Spáni á morgun 21. desember kl. 9:00 á Orlofshúsavef Sameykis.
Umsóknartímabilið er 21. desember – 23. janúar 2024. Úthlutun fer fram 24. janúar 2024. Greiðslufrestur er til og með 1. febrúar 2024.
Úthlutað verður eftirfarandi tímabilum:
Tenerife 21. mars til 28. mars og 28. mars til 4. apríl. (fim -fim). Vikan kostar 98.000 kr.
Alicante 22. mars til 29. mars og 29. mars til 5. apríl. (fös- fös). Vikan kostar 55.000 kr.